spot_img
HomeFréttirLykill: Elín Sóley Hrafnkelsdóttir

Lykill: Elín Sóley Hrafnkelsdóttir

 

Lykilleikmaður undanúrslita Dominos deildar kvenna var leikmaður Vals, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir. Í fjórum nokkuð jöfnum leikjum gegn ríkjandi Íslands og bikarmeisturum Keflavíkur skilaði Elín hverri frammistöðunni á fætur annarri eftir rólegan fyrsta leik. Að meðaltali með 18 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar og varið skot á 29 mínútum spiluðum í leik.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Aalyah Whiteside og leikmenn Hauka, Helena Sverrisdóttir og Whitney Frazier.

 

Úrslitaeinvígi Hauka og Vals hefst annað kvöld kl. 19:15 í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -