spot_img
HomeFréttirLykill: Dýrfinna Arnardóttir

Lykill: Dýrfinna Arnardóttir

 

Lykilleikmaður 26. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Hauka, Dýrfinna Arnardóttir. Í góðum 62-63 sigri hennar kvenna á Skallagrím skoraði Dýrfinna sigurkörfuna í þegar um 3 sekúndur voru eftir að leiknum. Annars skoraði hún í heildina 16 stig í leiknum á þeim 33 mínútum sem að hún spilaði.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Thelma Dís Ágústsdóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík, leikmaður Aaryn Ellenberg-Wiley, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík.

 

Fréttir
- Auglýsing -