Lykilleikmaður 1. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Keflavíkur Dominykas Milka.
Í góðum 9 stiga sigri Keflavíkur á Tindastóli fyrir norðan var Milka gjörsamlega frábær. Skilaði 26 stigum, 9 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá var nýting hans til fyrirmyndar, en hann skaut 70% úr tveggja stiga skotum sínum í leiknum.




