spot_img
HomeFréttirLykill: Daniela Wallen Morillo

Lykill: Daniela Wallen Morillo

Lykilleikmaður annarrar umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur Daniela Wallen Morillo.

Í góðum sigri hennar kvenna á Haukum skilaði Morillo tröllatvennu, 36 stigum og 20 fráköstum á rúmum 36 mínútum spiluðum. Við það bætti hún svo 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum til þess að enda með heil 43 framlagsstig í leiknum.

Lykilleikmenn umferða:

  1. umferð – Kiana Johnson (Valur)
  2. umferð – Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
Fréttir
- Auglýsing -