spot_img
HomeFréttirLykill: Carmen Tyson-Thomas

Lykill: Carmen Tyson-Thomas

 

Lykilleikmaður 3. umferðar Dominos deildar kvenna er Carmen Tyson-Thomas, en hún átti hreint stórkostlegan leik í sigri á Stjörnunni. Í honum var hún aðeins 3 stolnum boltum frá því að ná fjórfaldri tvennu. Var með 37 stig, 12 fráköst, 10 stoðsendingar og 7 stolna bolta.

 

Þetta er í annað skiptið í vetur (2/3) sem Carmen er lykilleikmaður umferðarinnar.

 

Eins og sjá má hér að neðan sigraði Carmen kosninguna með nokkuð miklum mun, en við tilnefndum einnig Tavelyn Tillmann fyrir frammistöðu sína fyrir Skallagrím gegn Grindavík og Andreu Björt Ólafsdóttur fyrir sigurkörfuna sem hún skoraði fyrir Snæfell gegn Val.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -