spot_img
HomeFréttirLykill: Breki Gylfason

Lykill: Breki Gylfason

Íslenska U20 landsliðið í körfubolta hefur tryggt sæti sitt í átta liða úrslitum A-deildar evrópumótsins. Það gerði liðið með mögnuðum sigri á Svíþjóð í sextán liða úrslitum mótsins. 

 

Ísland byrjaði leikinn mjög illa en eins og áður kom liðið til baka og náði 38-8 áhlaupi fyrir hálfleikinn. Liðið bætti svo í muninn í seinni hálfleik sem má helst þakka stórkostlegum varnarleik íslenska liðsins. 

 

Karfan.is velur Lykilmenn hvers leiks Íslands á evrópumótinu í boði Lykils. Lykill leiksins í sigrinum á Svíþjóð er Breki Gylfason. 

 

 

Breki Gylfason kom eins og ferskur andblær inná í liði Íslands í dag. Tvær þriggja stiga körfur hans í byrjun leik komu liðinu af stað í áhlaupið sem vann í raun leikinn. Hann endaði með 10 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 57% skotnýtingu. Hans framlag í dag gerði gríðarlega mikið fyrir Ísland og fær hann því hetjustimpil dagsins. 

 

Tryggvi Snær var að vanda sterkur og endaði með 13 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum. Kristinn Pálsson og Kári Jónsson voru þá einnig öflugir. 

 

Fréttir
- Auglýsing -