Lykilleikmaður 3. umferðar Bónus deildar karla var leikmaður Njarðvíkur Brandon Averette.
Í nokkuð sterkum framlengdum sigur Njarðvíkur gegn ÍA á Akranesi var Brandon besti leikmaður vallarins. Á um 40 mínútum spiluðum skilaði hann 37 stigum, 4 fráköstum og 9 stoðsendingum. Þá var hann gífurlega skilvirkur í leiknum, með aðeins 2 tapaða bolta, 6 fiskaðar villur, 81% heildarskotnýtingu og 44 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn Bónus deild karla
- umferð – Jordan Semple / Grindavík
- umferð – Khalil Shabazz / Grindavík
- umferð – Brandon Averette / Njarðvík



