spot_img
HomeFréttirLykill: Aaryn Ellenberg-Wiley

Lykill: Aaryn Ellenberg-Wiley

 

Lykilleikmaður undanúrslitaeinvígis Snæfells og Stjörnunnar var leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg-Wiley. Snæfell sigraði alla þrjá leiki þessarar seríu með um 15 stigum að meðaltali og var enginn leikjanna neitt sérstaklega spennandi á lokamínútunum, að miklu leyti Aaryn að þakka. Stjörnuliðið komið mörgum á óvart í vetur, en Snæfells liðið, og þá sérstaklega með hana í þessum ham, alltof stór biti til að kyngja. Aðrir leikmenn Snæfells einnig góðir, Bryndís Guðmundsdóttir, Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur áttu allar sína spretti. Aaryn hinsvegar í allt öðrum hæðum. Skilaði 33 stigum, 13 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leikjunum þrem.

 

Besti leikur: Leikur 1 í Stykkishólmi. Aaryn var gjörsamlega óstöðvandi í þessum leik. Hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum. Skoraði 42 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -