Allt að því ósanngjarnt að þurfa að velja Lykil-mann leiksins eftir svona gandreið eins og boðið var upp á í DHL-Höllinni í kvöld. Ritstjórn stakk þó saman nefjum og eftir lýðræðislegar umræður og umtalsverðar vangaveltur varð niðurstaðan sú að þeir kumpánar Michael Craion og Björn Kristjánsson séu Lykil-menn oddaleiksins.
Í raun voru þónokkrir tilkallaðir og þeir Bonneau og Logi úr tapliðinu gerðu jafnvel tilkall í þetta slík var frammistaða þeirra félaga. Craion með 45 í framlag takk fyrir, 36 stig, 23 fráköst og 6 stoðsendingar. Björn með 10 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar og ís í æðum á lokametrum leiksins.



