spot_img
HomeFréttirLykil-maður leiksins: Stefan Bonneau

Lykil-maður leiksins: Stefan Bonneau

 
Tröllatvenna tala þeir um þegar menn setja upp slíkar tölur líkt og Stefan Bonneau bauð uppá í kvöld.  Heil 45 stig og 10 stoðsendingar á félaga sína segja allt sem segja þarf um frammistöðu hans í kvöld og svo bætti hann við 6 fráköstum.  Bonneau var í sérflokki í Ljónagryfjunni í kvöld og er Lykil-maður leiksins að þessu sinni.
 
Kappinn setti niður öll þau 14 víti sem hann fékk og var með 53% nýtingu innan teigs (8/15) en aðeins 31% í þristum (5/16) 
 
Fréttir
- Auglýsing -