spot_img
HomeFréttirLykil-maður leiksins: Justin Shouse

Lykil-maður leiksins: Justin Shouse

Karfan.is hefur valið Justin Shouse sem Lykil-mann leiksins í fjórðu viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkurí 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Justin átti flottan leik, var lengi í gang en traustur á raunastund fyrir Garðbæinga.  
 
Shouse gerði 21 stig í leiknum, tók 5 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og var með 4 stolna bolta. Kappinn var 3-6 í teignum, 4-7 í þristum og 3-4 á vítalínunni. 
 
Staðan í einvíginu: Njarðvík 2-2 Stjarnan
Oddaleikur í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 2. apríl!
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -