spot_img
HomeFréttirLykil-maður leiksins: Emil Barja

Lykil-maður leiksins: Emil Barja

Karfan.is hefur valið Emil Barja sem Lykil-mann þriðja leiks Tindastóls og Hauka í undanúrslitum Domino's deildar karla. Emil var allt í öllu í aðgerðum Hauka og ryksugaði upp nánast öll fráköst sem í boði voru en hann reif niður 15 af 46 fráköstum Hauka í leiknum sem gerir rétt tæplega þriðjung. Þar að auki setti hann 19 stig, brenndi aðeins af 1 skoti af 10 og vantaði aðeins 3 stoðsendingar í tröllvaxna þrennu en hann var með 7 slíkar.

 

Fréttir
- Auglýsing -