spot_img
HomeFréttirLykil-maður leiksins: Davon Usher

Lykil-maður leiksins: Davon Usher

 Það ætti svo sem að koma fáum á óvart að Davon Usher sé Lykil-Maður leiksins í leik Keflavíkur og Hauka í kvöld. Drengurinn kippti sóknarleik Keflavík upp á herðar sér og setti síðustu 16 stig þeirra heimamanna og leiddi liðið til sigurs og um leið í 2:0 forystu í einvíginu. 
 
Davon endaði leik með 32 stig og 7 fráköst.  Kappinn setti niður 13 af þeim 15 vítum sem hann fékk og 9 af 10 á loka þremur mínútum leiksins. 
 
Staðan í einvíginu: 
Haukar 0-2 Keflavík
Fréttir
- Auglýsing -