Lykil-maður kvöldsins hefur verið valin Darrell Flake en kappinn mætti til leiks á annari löppinni sár þjáður en beit á jaxlinn og svaraði svo sannarlega því kalli sem Tindastóll þurfti á að halda þetta kvöldið. Darrell setti niður 22 stig og hirti 6 fráköst og mörg af hans stigum komu á ögurstundu eða þegar Tindastóll þurfti virkilega á honum að halda.
Staðan í einvíginu: 1-1 Næsti leikur í DHL á sunnudag kl 19:15



