Karfan.is hefur valið Darrel Lewis sem Lykil-mann leiksins eftir fyrstu undanúrslitaviðureign Tindastóls og Hauka. Tindastóll vann öruggan 94-64 sigur í leiknum þar sem framlag Lewis vóg þungt.
Lewis skoraði 20 stig í leiknum og tók 8 fráköst. Hann var skilvirkur í sókn með 9/17 í skotum og öflugur í vörn með 3 stolna bolta. Myron Dempsey og Pétur Rúnar spiluðu einnig mjög vel í leiknum en Lewis stóð hins vegar uppi sem Lykil-maðurinn.



