Logi Gunnarsson fær nafnbótina Lykil-maður leiksins í leik Njarðvíkinga og KR en valið nokkuð vandasamt að þessu sinni þar sem liðsheild Njarðvíkinga var til fyrirmyndar og erfitt að velja einn einstakling úr. En Logi var grimmur á báðum endum vallarins. Spilaði fanta góða vörn og skoraði svo 20 stig og sendi 5 stoðsendingar á félaga sína ásamt því að rífa niður 3 fráköst.
Lykil-leikmaður leiksins: Logi Gunnarsson
Fréttir



