spot_img
HomeFréttirLutu í lægra haldi gegn Dönum

Lutu í lægra haldi gegn Dönum

Undir 18 ára drengjalið Íslands laut í lægra haldi gegn Danmörku í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 119-79.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Logi Guðmundsson með 21 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og Jakob Kári Leifsson með 16 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Ísland hefur því unnið einn og tapað einum það sem af er móti, en næst leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð á morgun laugardag kl. 16:00.

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá

Hér er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -