Kolbrún María Ármannsdóttir og Hannover máttu þola tap gegn Alba Berlin nú um helgina í þýsku úrvalsdeildinni, 76-62.
Kolbrún María lék tæpar 19 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.
Hannover eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með sex sigra og fimm töp það sem af er deildarkeppni.



