"Íslenska liðið þarf að vinna með ákveðna og þess vegna þurfa þeir að aðlaga sinn leik bæði í sókn og vörn. Ég held að það lið sem ætlar að vinna þá þarf að finna leið til þess að leysa þessar aðlaganir sem Ísland gerir. Ef lið eins og okkar leysir ekki hluti eins og að skipta á vagg og veltu, mæta á low post og skipta á kraftmiklum, litlum en áköfum leikmönnum.
Ísland hefur ekki úr mörgum leikmönnum að velja en sá sem þeir hafa, Stefánsson, þarf að stöðva. Það eru nokkrir hlutir sem þarf skoða, einn er að halda honum frá vinstri, stoppa hann í keyrslu að körfunni og gefa honum ekki opin skot. Allt þetta gerðum við illa í fyrri hálfleik. Ekki vegna þess að við vanmátum Ísland, kannski var það þreyta, kannski vegna þess að við söknuðum tveggja lykil leikmanna. Við sóttum ekki vel og við keyrðum ekki vel til baka, og Stefánsson skoraði 30 stig. Það kveikti auðvita í Íslenska liðinu og gerði okkur erfiðara fyrir. Við fórum að kvarta í dómaranum sem ætluðu greinilega að senda okkur skýr skilaboð um hver ræði ferðinni. Við vorum í raun að gera okkur allto erfitt fyrir sjálfir".
Það var svo allt annað lið sem mætti í seinni hálfleik frá Svartfjallalandi. Varnarleikurinn þeir gjörbreyttist og þeim tókst að stöðva nánast alla sóknartilburði íslenska liðsins.
"Í hálfleik reyndum við að leysa vandamálin okkar í varnarleiknum og finna styrkleika okkar í sókn. Hjá okkur var það Taylor Rochestie, sérstaklega í seinni hálfleik. Við byrjuðum að skora og spila vörn. Vegna þess að við erum, að mínu mati, betra lið þegar á heildina er litið, tókst okkur þá að taka yfir leikinn. Í lokin fannst mér við eiga sigurinn skilið og við vildum ná þessum sigri. Það er mikilvægt fyrir okkur að sigra öll liðin, Ísland, Serbíu, Ísrael, Eistland og Slóvakíu á útivelli. Það er stórt verkefni fyrir mitt lið og ég óska þeim til hamingju. Ég vill líka óska íslenska liðinu til hamingju með góðan leik og mikla baráttu. Þeir hafa hins vegar ekki næg gæði í sínu liði til þess að komast áfram. Ég óska þeim alls hins besta, þjálfaranum og liðinu".