spot_img
HomeFréttirLuka Doncic ekki viss með NBA deildina

Luka Doncic ekki viss með NBA deildina

 

Bakvörður Real Madrid og Slóveníu, undrabarnið Luca Doncic, er ekki viss hvort hann leiki í NBA deildinni á næsta tímabili. EuroHoops tók viðtal við leikmanninn í tengslum við úrslitahelgi EuroLeague, sem er nú um helgina og sagði Doncic þar.

 

"Ég er ekki viss hvort þetta séu mínir síðustu leikir í EuroLeague. Er ennþá ekki ákveðinn, en geri það eftir tímabilið"

 

Þó ummælin séu áhugaverð, er þó hægt að taka þeim með eilitlum fyrirvara. Þar sem að Doncic er ennþá leikmaður Real Madrid, sem er fara að leika til úrslita nú um helgina. Þá hefur hann heldur ekki verið valinn enn inn í deildina, en gert er ráð fyrir að hann fari með annaðhvort fyrsta eða öðrum valrétt í nýliðavalinu sem fram fer í júní.

 

 

Röð þeirra liða sem velja réðst nú í vikunni, en það er lið Phoenix Suns sem fær að velja fyrst. Þeir réðu á dögunum þjálfara Slóveníu, Igor Kokoskov í starf aðalþjálfara liðsins. Valið á Doncic þó ekki svo einfalt, því hinn leikmaðurinn sem talinn er fara með fyrsta eða öðrum valrétt, miðherjinn Deandre Ayton, lék með Arizona Wildcats í háskólaboltanum og hefur talað opinberlega um þá drauma sína að leika fyrir Phoenix í framtíðinni.

 

Mynd af Ayton eftir að ljóst var að Phoenix fengju fyrsta valréttinn:

 

Annan valréttinn er Kaliforníuliðið Sacramento Kings með og mun annar þeirra því líklega fara þangað, en eins og eigandi The Ringer Bill Simmons gantast með, má vera að Doncic sé hættur við NBA deildina vegna þess að það sé möguleiki að hann endi hjá þeim.

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -