spot_img
HomeFréttirLovísa: Við höndluðum pressuna þeirra engan vegin

Lovísa: Við höndluðum pressuna þeirra engan vegin

Lovísa Björt Henningsdóttir var lang besti leikmaður Hauka í leik Hauka og Keflavíkur í Domino´s deildinni en hún skoraði 31 af þeim 54 stigum sem Haukar skoruðu í leiknum.

Lovísa var eðlilega ósátt að leiksloknum og sagði að lið sitt yrði að mæta tilbúnari í næsta leik heldur en þær hafa gert hingað til. ,,Við þurfum að mæta mun tilbúnari í næsta lei kef við viljum eiga möguleika á að berjast um efri sætin í deildinni.

Sóknarleikur Hauka var slakur enda skoraði liðið 54 stig en pressuvörn Keflvíkinga átti stóran þátt í því. Lovísa vildi ekki meina að pressuvörn Keflvíkinga hafi komið liði hennar á óvart. ,,Þetta var virkilega erfiður leikur fyrir okkur í kvöld. Það kom í raun ekkert á óvart að Keflavík pressaði. Þær eru þekktar fyrir það og við vissum að þær myndu pressa. En við áttum ekki von á þessari öflugu byrjun hjá þeim. Við höndluðum pressuna þeirra engan vegin í kvöld og það kom okkur í ójafnvægi og þar af leiðandi varð vörnin okkar svona slöpp og þær komust alltof auðveldlega að körfunni. Það er eitthvað sem ekki má gerast,” sagði Lovísa og sagði að sitt lið yrði nú að fara yfir leik sinn og sýna betri leik í næsta leik sem er gegn Grindavík.

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -