spot_img
HomeFréttirLovísa valin leikmaður ársins að mati þjálfara Marist

Lovísa valin leikmaður ársins að mati þjálfara Marist

Lovísa Björt Henningsdottir leikmaður Marist og íslenska landsliðsins hefur heldur betur verið að gera gott mót í bandaríska háskólaboltanum á árinu. Síðast liðna helgi var hún valin leikmaður ársins hjá kvennaliði Marist af þjálfurum liðsins. Þau verðlaun eru veitt þeim leikmanni sem er hefur lagt sig mikið fram, sýnt mestan dugnað, ósérhlífni, framfarir og karakter. Ekki er horft sérstaklega til stiga eða tölfræðiframlag en viðurkenningin sýnir að þjálfarar liðsins meta Lovísu greinilega mikið. 

 

Þetta var annað tímabil Lovísu hjá Marist en hún er uppalin hjá Haukum áður en hún fór í skóla í Danmörku. Á tímabilinu lék hún alla 32 leiki Marist og var með 9 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik. Hún fór sérstaklega vel af stað og setti flautukörfu og tvennu snemma á tímabilinu fyrir liðið. Aftur á móti voru meiðsli sem trufluðu aðeins seinni part tímabilsins og mun hún sitja hjá allavega sex mánuði eftir að hafa undirgengst aðgerð á mjöðm á dögunum. 

 

Myndband af flautukörfu Lovísu frá tímabilinu má finna hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -