spot_img
HomeFréttirLouisville meistarar

Louisville meistarar

 Það voru Louisville Cardinals sem sigruðu háskólatitilinn þetta árið með sigri á Michicgan Wolverines í nótt með 82 stigum gegn 76 í óvenjulega stigaháum leik.  Michigan hafði byrjað leikinn betur og leiddu með 1 stigi í hálfleik en komust mest í 9 stiga forystu. Það dugði skammt í seinni hálfleik þegar Kardinálarnir úr Louisville sprettu úr spori og spiluðu sinn hraðaleik og gríðarlega sterku vörn sem skóp svo að lokum sigur. 
 Hjá Michigan var Trey Burke þeirra stigahæstur með 24 stig og allar líkur eru á því að Burke verði jafnvel valinn besti leikmaður háskólaboltans í ár og fari í kjölfarið nokkuð snemma í háskólavalinu í NBA deildina í sumar. Örlítil öskubuskusaga átti sér einnig stað þegar ungur nýliði í Michigan, Spike Albrect að nafni tók sig til og setti 17 stig fyrir sitt lið.  Hjá Louisville var það Luke Hancock sem kom af bekknum og smellti 22 stigum og var þeirra stigahæstur en bakvörðurinn snjalli Peyton Siva bætti við 18 stigum og sendi 5 stoðsendingar. 
 
Fréttir
- Auglýsing -