spot_img
HomeFréttirLottomatica Roma sáu aldrei til sólar gegn CSKA Moscow

Lottomatica Roma sáu aldrei til sólar gegn CSKA Moscow

12:41

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma töpuðu 54-82 á heimavelli fyrir Evrópumeisturum CSKA Moscow en staðan í hálfleik var 25-48.  Fyrri leikurinn var í eign Roma en CSKA náðu á undraverðan hátt að tryggja sér sigur þar líka.

Í fyrri leik liðanna voru það Rómverjar sem voru betra liðið í leiknum, þeir voru hinsvegar klaufar að missa leikinn frá sér og töpuðu því naumlega 72-71 á útivelli, það var því beðið með eftirvæntingu fyrir þessum leik.

Rússarinir byrjuðu leikinn af krafti og settu strax tóninn, þeir komust í 0-9 og leiddu 10-28 eftir fyrsta leikhluta, leikurinn var í beinni útsendingu á vef meistaradeildarinnar.  Rússarnir voru ekkert á því að gefa eftir þetta forskot og leiddu 25-48 í hálfleik.  Jón Arnór Stefánsson byrjaði inná í leiknum og lék í rúmar 24 mínútur.

Meira jafnræði var á milli liðanna í síðari hálfleik en CSKA voru samt sem áður með algjöra stjórn á leiknum, þjálfari þeirra Ettore Messina sem hefur komið hingað og haldið fyrirlestur var búinn að undirbúa sína menn vel og stemmningin var öll Rússana.  Staðan eftir þriðja leikhluta 40-64 en lokatölur 54-82.

Jón Arnór hafði hægt um sig í sókninni og skoraði tvö stig, hann tók fimm skot í leiknum og nýtti eitt þeirra.  Jón tók 2 fráköst og stal einum bolta.

Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari og Friðrik Ingi Rúnarsson voru á leiknum og sáu því Jón Arnór spila, þeir munu halda áfram í dag og sjá Loga Gunnarsson spila með liði sínu á Spáni.

Tölfræði leiksins 

Staða Lottomatica Roma er erfið, liðið er með einn sigur á botni riðilsins en þeir eiga eftir tvo leiki, gegn Barcelona á heimavelli þar sem þeir vilja örugglega hefna ófaranna frá Spáni og síðan gegn Unicaja Malaga á spáni.  Liðið þarf að sigra báða þessa leiki og vonast til að Barcelona og Unicaja vinni ekki fleiri leiki.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -