spot_img
HomeFréttirLottamatica tapaði naumlega í Moskvu

Lottamatica tapaði naumlega í Moskvu

21:15

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson lék ekki með ítalska liðinu Lottomatica Roma sem tapaði naumlega gegn rússneska Evrópumeistaraliði CSKA í Moskvu, 72:71, í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Roma virtist vera að landa sigri þegar 2 mínútur voru eftir en þá var ítalska liðið 11 stigum yfir, 67:56.

Á síðustu tveimur mínútum leiksins náðu leikmenn CSKA að snúa taflinu sér í hag og Trajan Langdon tryggði sigurinn með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn rann út. CSKA hefur ekki tapað á heimavelli í 25 leikjum í röð. Ibrahim Jaaber, leikmaður Roma, fékk tvö vítaskot þegar 5 sekúndur lifðu af leiknum og Roma var þá tveimur stigum yfir, 70:68. Hann hitti úr fyrra skotinu, það síðara fór í körfuhringinn. Rússarnir náðu frákastinu og gáfu á Langdon sem náði að koma skoti á körfuna.

Roma er í riðli með CSKA og spænsku liðunum Barcelona og Unicaja. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit.  

www.mbl.is 

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -