spot_img
HomeFréttirLos Angeles Lakers - Lonzo með Lyklavöldin

Los Angeles Lakers – Lonzo með Lyklavöldin

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Los Angeles Lakers

 

Heimavöllur: Staples Center

Þjálfari: Luke Walton

 

Helstu komur: Lonzo Ball, Kentavius Caldwell-Pope, Brook Lopez.

Helstu brottfarir: Timofey Mozgov, Nick Young, D’Angelo Russell.

 

 

Lakers eru stærsta nafn deildarinnar og það var eðlilegt að þeir hafi farið þá leið að velja stærsta nafnið í nýliðavalinu síðast. Lonzo Ball, sem svo sannarlega hefur verið á milli tannanna á fólki í talsverðan tíma, en þá mest megnis vegna pabba síns, sem er mikill kjaftaskur. Lonzo er samt virkilega spennandi og það verður gaman að fylgjast með ungu strákunum úr Englaborginni í vetur.

 

Styrkleikar liðsins eru ekkert sérstaklega margir, en liðið er ungt, sem vonandi skilar sér í ákveðnum krafti. Lonzo Ball er flottur sendingamaður, Luke Walton er flottur þjálfari og Magic Johnson er mættur í brúnna. Brook Lopez er góður leikmaður sem er eiginlega orðinn vanmetinn vegna veru sinnar í lestarslysinu Brooklyn Nets. KCP gæti líka hjálpað vörninni sem verður sennilega vond.

 

Veikleikarnir eru einfaldlega skortur á mótuðum hæfileikum, bæði inni á vellinum og utan hans. Luke Walton er ekkert sérstaklega reynslumikill, Ball og Ingram eru mjög ungir og reynslulitlir, KCP er ekki það sem maður myndi kalla reynslubolta heldur. Þetta eru lykilmenn í liðinu. Þá vantar líka sárlega breidd og verða að öllum líkindum slakt varnarlið sem er svosem eðlilegt þegar að um svona ungt lið er að ræða.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Lonzo Ball
Brandon Ingram
Luol Deng
Larry Nance Jr.
Brook Lopez

 

 

Fylgstu með: Lonzo Ball. Það eru margir búnir að bíða eftir Lonzo, mjög spennandi ungur leikmaður með einstaka hæfileika til þess að gefa boltann.   

Gamlinginn: Luol Deng (32) er eiginlega orðinn alveg útbrunninn, þetta er síðasti stóri samningurinn hans á ferlinum svo að vonandi sjáum við hann eitthvað í aksjón.

 

 

Spáin: 28–54 – 12. sæti

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11.

10.

9.

8.

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -