spot_img

Lori Devos til Þórs

Þór Akureyri hefur samið við Lore Devos um að leika með liðinu í Subway-deildinni á komandi tímabili.

Lore Devos 24ra ára framherji, 184 sentímetrar að hæð og gengur til liðs við Þór frá Castors Braine í Belgíu. Lore á einnig að baki fjögurra ára háskólakörfuboltaferil með Colorado State þar sem hún gerði 13 stig og tók sjö fráköst að meðaltali á síðasta tímabilinu sínu í Bandaríkjunum.

Eftir háskóla spilaði Lore með BCF Elfic Fribourg Basket í Svissnesku deildinni þar sem hún skilaði tíu stigum og fimm fráköstum í leik og tók einnig þátt í Eurocup leikjum liðsins með átta stig og sex fráköst að meðaltali og vann hún bæði deildarmeistara- og bikarmeistaratitil í Sviss. Lore hélt þá aftur til heimalandslins og var með sjö stig og fjögur fráköst að meðaltali fyrir Castors Braine ásamt því að leika með liðinu í Eurocup.

Fréttir
- Auglýsing -