spot_img
HomeFréttirLöng bið á enda fyrir Grikkland og Tyrkland

Löng bið á enda fyrir Grikkland og Tyrkland

Tveir leikir voru í átta liða úrslitum lokamóts EuroBasket í Riga í Lettlandi í dag.

Í fyrri leik dagsins lagði Tyrkland lið Pólands og fara þeir þar með í fyrsta skipti í undanúrslitin síðan 2001. Í seinni leik dagsins hafði Grikkland svo betur gegn Litháen, en Grikkland hefur ekki verið í undanúrslitum síðan 2009.

Verða það því Grikkland og Tyrkland sem mætast í annarri undanúrslitaviðureigninni, en sá leikur er á dagskrá komandi föstudag 12. september.

Seinni tveir undanúrslitaleikirnir eru svo á dagskrá á morgun, en í þeim fyrri eigast við Finnland og Georgía áður en Þýskaland mætir Slóveníu í seinni leik dagsins.

Hérna má sjá tölfræði leikja

Úrslit dagsins

Lokamót EuroBasket – 8 liða úrslit

Tyrkland 91 – 77 Pólland

Litháen 76 – 87 Grikkland

Fréttir
- Auglýsing -