spot_img
HomeFréttirLoksins sigur og Ísland endar í 15 sæti

Loksins sigur og Ísland endar í 15 sæti

Undir 20 ára lið Íslands vann í morgun fyrsta leik sinn í A-deild Evrópumótsins, 84-103 gegn Rúmeníu í lokaleik mótsins. Ísland endar því í 15 sæti mótsins og næst neðsta. 

 

Það var frábær þriðji leikhluti sem skóp sigur Íslands í leiknum, liðið komst loksins í góðan takt og gaf þá forystuna aldrei frá sér. Lokastaðan 84-103 fyrir Íslandi og liðið fer því heim með einn sigur í farteskinu. 

 

Jón Arnór Sverrisson gerði sér lítið fyrir og henti í þrefalda tvennu í þessum lokaleik, endaði með 13 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnason var með 19 stig og Eyjólfur Ásberg Halldórsson með 18 stig. 

 

Sigurinn þýðir að Ísland endar í 15 sæti deildarinnar og því næst neðsta. Fall í B-deild var staðreynd en ljóst var fyrir mótið að verkefnið væri ærið. Liðið lék á allsoddi í dag, boltinn fékk að ganga vel, Ísland var með gríðarlegan fjölda stoðsendinga og góða þriggja stiga nýtingu. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

Fréttir
- Auglýsing -