Það hefur verið títt og ótt rætt um það að körfuboltinn hafi verið að einhverju og/eða miklu leiti út undan þegar kemur að sjónvarpstíma á íslensku ljósvakamiðlunum. Stöð 2 Sport munu í vetur ríða á vaðið og hefja sýningar á íslenskum körfuknattleiksþáttum sem verða í höndum Sverris Bergmanns körfuknattleiksmanns og hljómlistamanni.
Sverrir ól manninn á Sauðárkróki og spilaði með Tindastól upp sinn yngriflokka feril og þekkir vel til körfuknattleiks á íslandi. “Ég byrjaði í körfubolta á Króknum með Tindastóli og varð meðal annars íslandsmeistari í 8.flokki. Árið 2000 skellti ég mér svo suður og vann eitt stykki söngkeppni framhaldsskólanna og tók þátt í framhaldsskólamótinu í körfubolta sömu helgi sem að við unnum líka. Síðan þá hef ég orðið utandeildarmeistari, vann jólamót Molduxa fyrir nokkrum árum og svo var ég í sigurliði síðasta jólamóts Vals. Þess utan hef ég haldið nokkur Streetball mót í borginni og er að byrja mitt 14. season í Fantasy NBA deildinni minni Þannig að ég er alveg kolfallinn körfuboltaáhangandi
” sagði Sverrir Bergmann í viðtali við Karfan.is
En hvaða kemur hugmyndin af þættinum?
Það var hann Lúðvík P. Lúðvíksson (Rottweiler) sem kom með þessa hugmynd til mín og spurði hvort ég hefði áhuga á því að vera með í þessu. Það var ekki erfið ákvörðun þar sem þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og löngu kominn tími til að íslenskur körfubolti fái meiri umfjöllun.”
Sverrir eins og hann sagði er frá Sauðárkróki og harður áhugamaður Tindastóls þannig að það liggur beinast við að þegar hans menn kljást nú við 1. deildina hvort hann eigi sér uppáhaldslið í Úrvalsdeildinni?
Það er voða erfitt að ætla að halda með einhverju einu ákveðnu liði í efstu deild þegar að mínir menn detta niður um deild í eitt ár. Ég er það harður Tindastóls maður að ég get ekki farið að fara full force í að halda með einhverju öðru liði



