spot_img
HomeFréttirLoks náði Hamar í sigur - Lögðu Blika örugglega í Hveragerði

Loks náði Hamar í sigur – Lögðu Blika örugglega í Hveragerði

Hamar lagði Breiðablik í kvöld í Hveragerði í Subway deild karla.

Sigurinn var sá fyrsti sem Hamar vinnur í vetur, en þeir sitja enn í 12. sætinu, nú með einn sigur og átján töp. Breiðablik er sæti ofar, í 11. sætinu, með tvo sigra og sautján töp.

Heimamenn í Hamri byrjuðu leik kvöldsins mun betur og leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 30-21. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þeir svo enn frekar að bæta við forskot sitt og eru 15 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 53-38.

Gestirnir úr Blikum ná aðeins að spyrna við í upphafi seinni hálfleiksins, en ná samt lítið sem ekkert að vinna á forystu heimamanna í þriðja leikhlutanum, þar sem forskot þeirra er enn 14 stig fyrir lokaleikhlutann, 73-59. Í fjórða leikhlutanum gerir Hamar svo vel að halda gestunum í hæfilegri fjarlægð og sigra að lokum með 13 stigum, 104-91.

Atkvæðamestur fyrir Hamar í leiknum var Franck Kamgain með 37 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Blika var Zoran Vrkic atkvæðamestur með 19 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -