spot_img
HomeFréttirLokaumferðin á Spáni í gær: Logi með 9 stig

Lokaumferðin á Spáni í gær: Logi með 9 stig

11:32

{mosimage}

Síðasta umferð spænsku LEB silfur deildarinnar fór fram í gær. Logi Gunnarsson og félagar í Gijon (23-11) tóku á móti Extremadura Plasenica-Galco og sigruðu 96-82 eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik. Logi sem var að leika sinn annan leik eftir meiðsli, lék í 21 mínútu og skoraði 9 stig.

Gijon mun nú mæta Almeria í 8 liða úrslitum um eitt laust sæti í LEB gull deildinni en í 8 liða úrslitum þarf að vinna 2 leiki til að komast í keppni hinna fjögurra fræknu um lausa sætið.

Huelva (14-20), lið Pavels Ermolinskij, var heldur þunnskipað þegar það heimsótti botnlið CB L‘Hospitalet í lokaumferð LEB gull deildarinnar. Liðið mætti með aðeins 6 leikmenn og lenti í tvíframlengdum leik sem lauk með sigri heimamanna, 108-105. Pavel lék ekki með vegna meiðsla.

Damon Johnson og félagar í Cantabria (12-22) björguðu sér frá falli með tveimur sigrum í lok LEB gull deildarinnar. Liðið heimsótti Melilla Baloncesto í gær og sigraði 73-65. Damon var stigahæstur Cantabria manna með 18 stig auk þess sem hann tók 5 fráköst.

[email protected]

Mynd: Logi Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -