Séra Friðrik getur ekki tapað í kvöld þegar Haukar og Valur berjast um sigur í 1. deild karla. Haukar mæta Hetti á Egilsstöðum og Valur heimsækir Augnablik. Í öllu falli þurfa Valsmenn að vinna í kvöld þar sem Haukar hafa betur innbyrðis gegn Val. Gera má ráð fyrir hörkuleik fyrir austan því Hattarmenn eru ekki þekktir fyrir að láta valta yfir sig á heimavelli og Augnablik er sýnd veiði en ekki gefin fyrir Valsmenn.
Þegar er ljóst hvaða fimm lið munu eða geta skipað úrslitakeppnina í 1. deild karla en þau eru Haukar, Valur, Hamar, Höttur og Þór Akureyri. Aðeins Haukar eða Valur geta unnið deildina í kvöld. Þórsarar eru fastir í 4. sæti deildarinnar og mæta liðinu sem hafnar í 2. sæti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Höttur getur með sigri gegn Haukum náð 3. sæti deildarinnar af Hamri þar sem Hattarmenn hafa betur innbyrðis. Hamar þarf þá að tapa fyrir FSu í Suðurlandsslagnum sem fram fer í Hveragerði í kvöld. Hamarsmenn geta ekki náð 2. sætinu af Val ef Valsmenn skyldu tapa gegn Augnablik í kvöld. Valur hefur betur innbyrðis gegn Hamri og því geta Hvergerðingar aðeins jafnað Val að stigum og haldið Hetti fyrir aftan sig og þannig náð heimaleikjarétti gegn þeim í úrslitakeppninni. Hamar getur hinsvegar náð 2. sætinu af Valsmönnum ef bæði Valur og Haukar tapa í kvöld!
Eftir kvöldið í kvöld hafa Breiðablik, FSu, Augnablik, Reynir Sandgerði og ÍA lokið keppni í mótinu. Fallslagurinn er spennandi, tvö lið falla og þegar er ljóst að Reynir mun kveðja 1. deildina. Hvort verður það ÍA eða Augnablik sem fellur með þeim? Í 8. sæti með 6 stig er Augnablik sem heldur sæti sínu í deild ef Reynir vinnur ÍA en ef ÍA vinnur Reyni fellur Augnablik með Sandgerðingum þar sem ÍA stendur betur innbyrðis gegn Augnablik. Spenna við toppinn og spenna við botninn í 1. deild karla í kvöld!
Leikir kvöldsins – lokaumferðin
Höttur – Haukar
Hamar – FSu
Reynir Sandgerði – ÍA
Breiðablik – Þór Akureyri
Augnablik – Valur
Staðan fyrir lokaumferðin í kvöld
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Haukar | 17 | 14 | 3 | 28 | 1582/1246 | 93.1/73.3 | 8/1 | 6/2 | 94.8/75.4 | 91.1/70.9 | 5/0 | 9/1 | +9 | +7 | +3 | 0/1 |
| 2. | Valur | 17 | 14 | 3 | 28 | 1460/1295 | 85.9/76.2 | 7/2 | 7/1 | 84.9/77.8 | 87.0/74.4 | 2/3 | 7/3 | -1 | -1 | -1 | 2/1 |
| 3. | Hamar | 17 | 13 | 4 | 26 | 1557/1399 | 91.6/82.3 | 6/2 | 7/2 | 93.8/84.5 | 89.7/80.3 | 4/1 | 7/3 | +1 | -1 | +3 | 2/0 |
| 4. | Höttur | 17 | 12 | 5 | 24 | 1487/1324 | 87.5/77.9 | 6/2 | 6/3 | 89.5/78.1 | 85.7/77.7 | 4/1 | 7/3 | +4 | +4 | +3 | 2/1 |
| 5. | Þór Ak. | 17 | 10 | 7 | 20 | 1475/1511 | 86.8/88.9 | 7/2 | 3/5 | 84.6/82.9 | 89.3/95.6 | 4/1 | 6/4 | +4 | +2 | +2 | 4/1 |
| 6. | Breidablik | 17 | 8 | 9 | 16 | 1468/1442 | 86.4/84.8 | 5/3 | 3/6 | 85.5/81.0 |
|



