spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Lokaskotið fór uppúr körfunni - Svekkjandi tap staðreynd

Lokaskotið fór uppúr körfunni – Svekkjandi tap staðreynd

Íslenska liðið hóf leik í lokahluta forkeppni Eurobasket 2021 í dag er liðið mætti Portúgal á útivelli. Niðurstaðan grátlegt tap þar sem íslenska liðið var hársbreidd frá sigri.

Ísland byrjaði vel en Portúgal komst inní leikinn þegar nær dróg en var jafnt á flestum tölum fram í seinni hluta þriðja leikhluta. Portúgal komst þá framúr og náði góðri forystu.

Íslenska liðið náði þá góðri endurkomu og við tóku æsispennandi lokamínútur. Að lokum fór svo að Portúgal sigraði með einu stigi eftir að lokaskot Tryggva Snæs fór uppúr körfunni og 80-79 grátlegt tap staðreynd.

Martin Hermannsson endaði með 28 stig og var bestur íslenska liðsins. Tryggvi Snær var einnig öflugur með 15 stig og 8 fráköst.

Næsti leikur liðsins fer fram á laugardaginn þegar Ísland fær Sviss í heimsókn. Leikurinn hefst kl 13:00 og mikilvægt að Laugardalshöllin verði stútfull þar.

Tölfræði leiksins

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Körfunni síðar í dag.

Fréttir
- Auglýsing -