spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLokaleikir deildarkeppni fyrstu deildarinnar á dagskrá í dag - Ljóst hvaða lið...

Lokaleikir deildarkeppni fyrstu deildarinnar á dagskrá í dag – Ljóst hvaða lið berjast í undanúrslitum

Fjórir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í dag.

Um er að ræða síðustu leiki deildarinnar fyrir úrslitakeppni, en hún hefst þann 25. mars.

Í dag tekur Breiðablik á móti Þór, KR fær Tindastól í heimsókn, Aþena og Ármann eigast við og Stjarnan mætir Snæfell.

Stjarnan hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitil deildarinnar, en munu í dag fá afhendan bikarinn eftir leik í Umhyggjuhöllinni. Sigurinn í deildinni þýðir þó ekki að liðið fari beint upp, en þar sem aðeins eitt lið fer á milli þeirrar fyrstu og Subway deildarinnar, er það úrslitakeppni efstu fjögurra liðanna sem sker úr um hvaða lið það verður sem fer upp.

Úrslitakeppni deildarinnar er þó ljós og eins og tekið var fram fer hún af stað þann 25. mars með tveimur leikjum. Þar munu deildarmeistarar Stjörnunnar mæta KR í fyrra undanúrslitaeinvíginu, en í því seinna eigast við Þór og Snæfell.

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna

Breiðablik Þór – kl. 16:00

KR Tindastóll – kl. 16:00

Aþena Ármann – kl. 18:00

Stjarnan Snæfell – kl. 18:00

Fréttir
- Auglýsing -