spot_img
HomeFréttirLokahóf KKÍ í kvöld

Lokahóf KKÍ í kvöld

10:00

{mosimage}

KKÍ heldur sitt árlega lokahóf í kvöld og er ljóst að liðsmenn KKÍ hafa vandað vel til verka.

Veislustjóri verður hinn óborganlegi Gísli „Út og suður” Einarsson og kemur hann til með að halda vel utan um hlutina.

 

Skemmtiatriðin verða ekki að verri endanum en Bryndís Ásmundsdóttir söng og leikkona kemur í gervi Tinu Turner og tekur nokkra slagara en sýning Bryndísar Tinu Turner til heiðurs hefur slegið í gegn í vetur.

Eftir að Bryndís hefur lokið sér af verður verðlaunaafhendingin og verður hún einkar glæsileg í ár. Valið verður úrvalslið IE-deildar karla og kvenna og verður það hápunktur kvöldsin. Einnig var ákveðið fyrir þetta hóf að velja úrvalslið 1. deildar karla.

Óvænt atriði mun verða eftir verðlaunaafhendingu til að halda fólki á tánum þangað til Sálin hans Jóns míns tryllir lýðinn langt fram eftir nóttu.

Fréttir
- Auglýsing -