spot_img
HomeFréttirLok og læs í fjórða leikhluta

Lok og læs í fjórða leikhluta

Það var gaman á Jakanum í frestuðum leik gegn Val en leikurinn átti að vera á föstudagskvöld en var leikinn í gær þar sem ekki var flogið á föstudaginn. Það var mikið mikið jafnræði með liðunum þó að Valsmenn hafi byrjað betur með Þorgrím Guðna í broddi fylkingar og byrjuðu Hlíðarenda drengirnir leikinn með 0-4 og og 11-16. Þá var Nebo að hrista og baka gestina og hélt leik KFÍ á floti. Fyrsti leikhlutinn endaði með tveggja stiga forustu KFÍ 19-17.
 
 
Í öðrum var baráttan til fyrirmyndar hjá báðum liðum og þrátt fyrir smá atlögu hjá klakabúum þá komu gestirnir alltaf til baka og þegar fjórar mínúur lifðu af fyrri hálfleik var staðan 28-29 og hélt undirritaður að nú kæmi holskefla hjá Val, en þeir misstu aðeins dampinn og þegar farið var í hálfleik var staðan 37-33 og altveg á heinu að bæði lið ætluð sér stigin tvö.
 
KFÍ byrjaði þriðja mjög vel og voru með 51-44 forsutu þega fjórar mínútur lifðu af þriðja en þá komu Valsmenn aftur til baka með mikilli baráttu og voru yfir 53-54 og síðasti hluti leiksins að hefjast.
 
Það var eins og Gústi hafi gefið strákunum sínum fjórfaldan expresso í byrjun fjórða og það gekk ekkert upp hjá KFÍ. Gestirnir tóku 7-1 hlaup og skyndilega voru það heimamenn sem voru komnir með bakið upp í vegg og staðan 54-62. Það fór um áhorfendur og Biggi þjálfari sem er rauðhærður var kominn með sama lit í andlitið og skammaði sitt lið í gang. Og það var eins og við bóndann mælt, KFÍ tók öll tök á leiknum og settu 17-0 síðustu fimm mínútur leiksins með frábærri baráttu allra inn á vellinum og núna loksins gátu allir fagnað í leikslok.
 
Þessi sigur var dýrmætur fyrir fólkið á Jakanum bæði leikmenn og áhorfendur. Leikirnir hér heima hafa allir farið frá okkur á lokamínútum leiks og því yndislegt að fá loks barátu sigur.
 
Bestu menn KFÍ voru þeir Nebo, Pance, Björgvina Snævar og Birgir Björn sem reyndist fyrrum félögum sínum erfiður. En þetta var liðssigur fyrst og fremst það sem vörn KFÍ hélt þegar á þurfti að halda.
 
Hjá Val voru það Illugi og Danero sem skoruðu flest stigin og Illugi tók ein 13 fráköst. Þorgrímur átti flotta spretti og eins voru þeir Bjarni Geir og Þorbergur fínir. Það er þó lexía til Valsdrengja að þeir hittu illa utan þriggja stiga línunar og hefðu átt að sækja meira upp að körfu, en það kemur leikur efftir þennan og nú er bara að læra og koma til baka.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -