spot_img
HomeFréttirLögum nefið á honum eftir tímabilið

Lögum nefið á honum eftir tímabilið

Viðar Ágústsson leikmaður TIndastóls nefbrotnaði í síðustu viðureign Tindastóls og Keflavíkur í stórum 107-80 sigri Tindastólsmanna. Staðan í einvígið liðanna í 8-liða úrslitum er 2-1 Keflavík í vil og mætast liðin aftur í kvöld í sínum fjórða leik þar sem Keflavík getur komist í undanúrslit með sigri eða Tindastóll knúið fram oddaleik með sigri.

Israel Martin þjálfari Tindastóls staðfesti við Karfan.is í gær að Viðar hefði vissulega nefbrotnað í síðasta leik og að hann yrði með í kvöld. „Við lögum nefið á honum að loknu tímabili og hann spilar í kvöld,“ sagði Martin við Karfan.is.

Mynd/ Hjalti Árna – Viðar til varnar gegn Herði Axel Vilhjálmssyni leikmanni Keflavíkur.

Fréttir
- Auglýsing -