Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var að vonum súr í broti eftir tapið í oddaleiknum gegn KR í kvöld. Logi sagði að KR-ingar hefðu einfaldlega verið betri í kvöld og að það væri eitthvað sem Njarðvíkingar þyrftu að fella sig við. Hann sagðist eiga nóg eftir og ef líkaminn leyfði þá yrði hann að til fertugs!
Mynd/ Bára Dröfn