spot_img
HomeFréttirLogi og Solna úr leik: Uppsala og Sundsvall leika úti annað kvöld

Logi og Solna úr leik: Uppsala og Sundsvall leika úti annað kvöld

 
Logi Gunnarsson og Solna Vikings eru úr leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir 3-1 tap gegn Norrköping Dolphins í 8-liða úrslitum deildarinnar. Norrköping varð þar með fyrst liða til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildarinnar. Um mikinn spennuleik var að ræða þegar liðin mættust í gær sem lauk með 88-90 útisigri Norrköping.
Logi gerði 6 stig í leiknum, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst en á lokasekúndum leiksins fékk Solna tvö þriggja stiga skot til að stela sigrinum en þar voru Logi og Yazin Merzuog að verki en ekki hafðist það og Solna er úr leik.
 
Tímabilið hjá Loga var þó ekki sem verst, hann lauk deildarkeppninni sem áttundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 17,13 stig að meðaltali í leik og var oftar en ekki prímusmótorinn í liði Solna.
 
Sundsvall Dragons (Jakob og Hlynur) og Uppsala (Helgi Már) eru enn inni í úrslitakeppninni og verða bæði lið á ferðinni annað kvöld á útivelli. Sundsvall leiðir 2-1 gegn Jamtland og staðan hjá Uppsala og Södertalje er 1-1.
 
Fréttir
- Auglýsing -