spot_img
HomeFréttirLogi og félagar lágu í úrslitaleiknum

Logi og félagar lágu í úrslitaleiknum

22:27
{mosimage}

 

(Liðsmenn Urban CLM fagna sigrí sínum á Gijon) 

 

Úrslitaleikurinn í LEB Silver deildinni á Spáni fór fram í kvöld en þar mættust Gijon, lið Loga Gunnarssonar, og Urban CLM þar sem síðarnefnda liðið fór með 78-68 sigur af hólmi. Lið Urban CLM mun því leika í LEB Gold deildinni á næstu leiktíð.

 

Logi Gunnarsson lék í tæpar 19 mínútur í leiknum og á þeim tíma skoraði hann 6 stig.

 

Urban CLM leiddi 26-20 að loknum fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta átti lið Gijon fína spretti og gerði 24 stig gegn 14 frá CLM. Staðan í hálfleik var því 40-44 fyrir Gijon.

 

Leikar snérust við í þriðja leikhluta þar sem Gijon gekk erfiðlega að finna netið og settu aðeins niður 12 stig gegn 21 frá CLM. Fjórði og síðasti leikhluti fór svo 17-12 fyrir CLM sem höfðu því góðan 78-68 sigur og munu leika í gull deild Spánar á næstu leiktíð.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

 

Mynd: www.feb.es

Fréttir
- Auglýsing -