spot_img
HomeFréttirLogi Gunnarsson: Ýttu okkur út úr leiknum

Logi Gunnarsson: Ýttu okkur út úr leiknum

{mosimage}

 

 

 

Logi Gunnarsson gerði 13 stig gegn Finnum í gær og var heitur í fyrri hálfleik en rétt eins og restin af íslenska liðinu hafði hann hægt um sig í þeim seinni. Logi sagði í samtali við Karfan.is að það hefði verð súrt að tapa leiknum því hann hefði fundið á sér að íslenska liðið myndi landa sigri.

 

,,Finnar byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og ýttu okkur út úr okkar sóknaraðgerðum og við náðum ekki að fara inn í okkar kerfi. Við það fórum við að spila illa og þeir ná að jafna og komast yfir,” sagði Logi sem heldur í dag með íslenska liðinu áleiðis til Georgíu en leikur Georgíu og Íslands fer fram á laugardag.

 

,,Það verður rosalegur leikur gegn Georgíu, mér líst vel á leikinn gegn þeim og við verðum að gleyma leiknum gegn Finnum strax og fara til Georgíu til þess að vinna og ekkert annað,” sagði Logi að lokum.

 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -