spot_img
HomeFréttirLogi Gunnarsson: ,,Við héldum haus?

Logi Gunnarsson: ,,Við héldum haus?

11:46

{mosimage}

Logi Gunnarsson átti fantagóðan leik þegar Íslenska landsliðið sigraði það Danska í Laugardalshöllinni.  Logi var að vonum ánægður með sigurinn. ,,Við héldum haus, við sýndum að við erum með karakter.  Við höfum oft lent í því að vera yfir allan leikinn og klúðra því svo í endan.  Við stóðum okkur vel núna í endan.”

Íslenska liðið spilaði aggressíva vörn en Danir hafa einmitt verið þekktir fyrir að gefa lítið eftir á þeim enda vallarins. ,,Við erum harðir líka, við erum physical.  Við mættum í þennan leik og ætluðum að berja á þeim og spila hörku vörn.  Við höldum þeim í 71 stigi sem er mjög gott.  Aðalmálið var að halda haus í fjórða leikhluta.” 

,,Við erum búnir að ná langt saman og við höfum oft lent í því að vera yfir allan leikinn en klúðra þessu í endann en við erum á góðri leið.”

Íslenska liðið hafði gott forskot þegar það fór inní fjórða leikhluta og virtist á tímabili ætla bara að halda fengnum hlut. ,,Maður verður að vera svolítið skynsamur, finna góð skot þegar maður er kominn yfir en maður má ekki vera of passívur.  Maður verður að keyra svolítið á körfuna og við gerðum það í lokin.  Héldum boltanum vel og fundum góð skot og það gekk.”
  
Næsta verkefni Íslenska landsliðsins er útileikur gegn Hollendingum strax á laugardaginn.  Logi var ekki í nokkrum vafa hvert næsta skrefið væri. ,,að mæta Hollendingum og vinna þá.”

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -