spot_img
HomeFréttirLogi Gunnarsson 1 á 1

Logi Gunnarsson 1 á 1

Fullt nafn: Logi Gunnarsson

 

Aldur: 26           

 

Félag: Gijon         

 

Hjúskaparstaða/börn: Í sambúð og á eina dóttur

 

Happatala:  14

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? 8 ára hjá Njarðvík

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Teitur Örlygsson

 

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Það eru margir frábærir, Teitur Örlygsson, Valur Ingimundarson, Jón Arnór Stefánsson og Pétur Guðmundsson koma fyrstir upp í hugann, Anna María Sveinsdóttir í kvennaboltanum.

 

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?  Petey Sessoms

 

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Hef ekki séð leiki hér heima lengi

 

Besti dómarinn á Íslandi?  Engin skoðun á því

 

Efnilegasti dómarinn á Íslandi?  Sama og ofan

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?   Júlíus Valgeirsson

 

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?  Þeir eru nokkrir mjög góðir, erfitt að gera upp á milli

 

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn? Kobe Bryant og Chris Paul

 

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Michael Jordan

 

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Hef farið á marga, nokkra með Orlando, New York og New Jersey og fór einnig á leiki með Dallas þegar Jón Arnór var þar.

 

Sætasti sigurinn á ferlinum? Bikarúrslit 2002 gegn KR 

 

Sárasti ósigurinn? Úrslitaleikurinn í deildinni  með Gijon á Spáni í vetur

 

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?  Fótblolti


Með hvaða félögum hefur þú leikið? Njarðvík, Ulm, Giessen, Bayreuth í Þýsklandi, Topo í Finnlandi og Gijon á Spáni 

Uppáhalds…… 
kvikmynd:  Braveheart   
leikari:   Denzel Washington         
bók:  Mýrin              
matur:   Góð nautasteik         
matsölustaður:  Margir spænskir mjög góðir
staður á Íslandi:  Sumarbústaður foreldra minna í Grímsnesi
staður erlendis:  Spánn og Þýskaland
lið í NBA:     New York Knicks  
lið í enska boltanum: Manchester United 
hátíðardagur:  Jól
Vefsíða:  Karfan.is            

EÐA

Kók eða Pepsi? kók
Celtics eða Lakers? Celtics
Jordan eða Kobe? Jordan
Fótbolti eða Handbolti? Fótbolti
Nike eða Adidas? Nike
Metallica eða Guns n Roses? Metallica
Ferrari eða Porche? Ferrari
Duran Duran eða Wham? Duran Duran
Celtic eða Rangers? Celtic
Nokia eða Sony Ericson? Nokia
Baseball eða Football (American)? Football  

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?  Fer upp í hús á skotæfingu um morguninn, borða síðan góðan hádegismat og legg mig í 1-2 tíma, þá er ég ready.

 

Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Báðum 

Þín ráð til ungra leikmanna?  Gefast ekki upp á þeim markmiðum sem maður setur sér og æfa vel til að ná þeim. 

Hvort nær leikmaður meiri árangri í körfu. Með því að æfa með toppliði og spila þar með minna eða æfa með lakara liði en spila meira  (fá rökstutt svar) ? (Spurt af Jóni Guðmundssyni Dómara)

Að mínu mati fer það eftir því hvort leikmaðurinn er ungur eða ekki, það er mikilvægt að fá að spila þegar maður er ungir og er ennþá að mótast sem leikmaður því betra að fara í lakara lið og fá að spila meira (reyndar er holt fyrir unga leikmenn að æfa með toppliðum líka). En síðan þegar þessi leikmaður er orðinn eldri ætti markmiðið að spila í toppliði og vinna sér stöðu í því.

Hvað vilt þú spurja næsta keppanda að ? Mun það koma okkur á Íslandi vel eða illa að færa þriggjastiga línuna fjær körfunni (rökstutt svar óskast) ?

Fréttir
- Auglýsing -