Logi með landsliðinu gegn Austurríki
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson úr Njarðvík er sem stendur í viðræðum við Franska liði ST Etienne um að spila með liðinu á næsta tímabili. Sem stendur er kappinn með tilboð í höndunum og eru góður líkur á því að kappinn muni spila í Frakklandi á næstu leiktíð. Logi kvaðst gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni þegar Karfan.is bar að dyrum.
„Þetta er spennandi verkefni sem er að bjóðast þarna í Frakklandi en það er ekkert búið að skrifa undir ennþá. Þetta mun allt koma í ljós fljótlega eftir helgi.“ Sagði Logi í samtali við Karfan.is . Frábærar fréttir fyrir Loga en að sama skapi er þetta blóðtaka fyrir lið Njarðvíkinga sem þó hafa náð að kalla heim flesta af sínum bestu uppöldu leikmönnum síðastliðna ára.
Logi Gunnars hugsanlega til Frakklands
Fréttir



