spot_img
HomeFréttirLogi: Ekki sáttur við að vinna ekki deildina

Logi: Ekki sáttur við að vinna ekki deildina

18:17
{mosimage}

 

(Logi Gunnarsson) 

 

Logi Gunnarsson og félagar hans í spænska liðinu Gijon máttu sætta sig við 78-68 tap gegn Urban CLM í úrslitum LEB Silverdeildarinnar í gærkvöldi þar sem Logi gerði 6 stig í leiknum. Nú er leiktíðin að baki hjá landsliðsmanninum og því vildum við á Karfan.is forvitnast aðeins um stöðu mála hjá Loga sem segir nokkra óvissu með stöðu sína hjá félaginu eins og málin standa í dag.

 

Hvað gerðist í síðari hálfleik hjá ykkur gegn Urban CLM? Svo virtist sem ykkur gengi illa að finna körfuna. Var spennustigið hátt?

 

Það er erfitt að segja hvað gerist, leikurinn var búinn að sveiflast til og frá í fyrri hálfleik enda mjög jöfn lið um að ræða. Þetta var bara ekta úrslitleikur og frekar janft allan tímann og við vorum aðeins einu stigi undir þegar 3 mín voru eftir, þetta endaði bara ekki okkar megin.

 

Litið til baka á tímabilið í heild hjá þér á Spáni. Ertu sáttur við eigin frammistöðu og árangur liðsins?

 

Nei ég er ekki sáttur því stefnan var sett á að vinna deildina og það mistókst, varðandi mig var þetta svona upp og niður. Við erum með mjög breiðan og sterkan hóp og þegar maður missir úr leiki er alltaf aðrir leikmenn tilbúnir að koma inn, þannig að maður þarf að vinna fyrir stöðu sinni í liðinu. Ég meiddist nokkrum sinnum yfir tímabilið og þurfti oft svolítinn tíma að komast inní hlutina aftur, en þetta er partur af þessu. 

 

Þú varst að glíma við meiðsli hluta úr leiktíðinni, ertu orðinn góður og verður þú orðinn 100% áður en landsleikirnir hefjast síðla sumars?

 

Ég er í ágætu standi núna, en 10 mánaða tímabil er frekar langt og ég tek nokkra vikna hvíld og byrja svo rólega aftur. Já, já ég verð tilbúinn í leikina með landsliðinu enda mikið í húfi og vonandi áframhald á velgegni okkar síðasta sumar og haust.

 

Hvað er í kortunum hjá þér á næstunni? Verður þú áfram á mála hjá Gijon?

 

Það er allt í óvissu núna eftir að við komumst ekki upp, ég var með annað ár hér af samnignum ef við hefðum unnið í gær.

 

Þú varðst pabbi á dögunum, til hamingju með það! Hvernig ganga hlutirnir með fjölskylduna úti á Spáni?

 

Já takk fyrir það, það gengur allt mjög vel og okkur líkar vel hér á Spáni.

 

Hvernig á svo að verja sumrinu?

 

Eins og ég sagði hvíli ég mig til að byrja með og svo byrja bara þessar venjulega einstaklingsæfingar og landsliðsæfingar eftir 2-3 vikur.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -