Hamar/Þór hafði betur gegn Njarðvík í Hveragerði í kvöld í Bónus deild kvenna, 89-84.
Leikurinn sá annar sem Hamar/Þór vinnur á tímabilinu, en þær eru eftir hann í 9.-10. sætinu með 4 stig líkt og Ármann. Njarðvík er öllu ofar í töflunni, í 1.-3. sætinu með 22 stig líkt og KR og Grindavík.
Leikur kvöldsins var jafn og spennandi á upphafsmínútunum og skiptast liðin í ótal skipti á forystunni í fyrsta fjórðungnum. Munurinn þó aðeins eitt stig þegar hann er á enda. Strax í upphafi annars leikhluta ná heimakonur tökum á leiknum og byggja sér upp fínt forskot fyrir lok fyrri hálfleiksins, en þegar fyrri er búinn eru þær 14 stigum yfir.
Njarðvík nær aðeins að koma til baka í upphafi seinni hálfleiks, en þær ná heimakonum þó ekki og er Hamar/Þór enn 8 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gera þær svo nóg til að vinna leikinn að lokum með 5 stigum, 89-84.
Stigahæstar fyrir Njarðvík voru Brittany Dinkins með 26 og Dani Rodriguez með 18 stig.
Fyrir Hamar/Þór var Ana Clara Paz með 25 stig og Jadakiss Guinn skilaði 24 stigum.
Hamar/Þór: Ana Clara Paz 25/4 fráköst, Jadakiss Nashi Guinn 24/14 fráköst/10 stoðsendingar, Jovana Markovic 17/4 fráköst, Mariana Duran 11/8 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 6, Bergdís Anna Magnúsdóttir 3, Dagrún Inga Jónsdóttir 3, Elín Sara Magnúsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Sólveig Grétarsdóttir 0, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 0, Guðrún Anna Jónsdóttir 0.
Njarðvík: Brittany Dinkins 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 18/7 fráköst, Helena Rafnsdóttir 11/4 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 9/6 fráköst, Sofia Roma 9/6 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 7, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Inga Lea Ingadóttir 2/4 fráköst, Aníta Rut Helgadóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Sara Björk Logadóttir 0.



