spot_img
HomeFréttirLögðu Svíþjóð með 12 stigum

Lögðu Svíþjóð með 12 stigum

Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Svíþjóð á Norðurlandamótinu í Södertalje í dag, 79-67.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í dag voru Atli Hrafn Hjartarson með 15 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar, 7 stolna bolta, Jakob Kári Leifsson með 18 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og Logi Guðmundsson með 12 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks

Íslenska liðið hefur því til þessa unnið tvo leiki og tapað einum, en næst leika þeir komandi mánudag 30. júní gegn Finnlandi.

Hérna er liðsskipan og leikjadagskrá

Hér er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -