Undir 20 ára lið kvenna leikur í A deild Evrópumótsins í Matosinhos nú í byrjun ágúst.
Liðið hélt út nú um helgina og mun næstu daga vera við æfingar ytra, en fyrsta æfingaleik sinn unnu þær gegn Portúgal í kvöld, 54-57.
Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún María Ármannsdóttir með 12 stig.
Fyrsti leikur Íslands á mótinu er gegn Svíþjóð 2. ágúst, en í millitíðinni á liðið eftir að leika einn æfingaleik til gegn sterku liði Spánar.



