Höttur tók á móti KV þann 4. desember 2025. Leikurinn endaði með stór sigri Hattar manna 109-78. Höttur er í 3. sæti eftir leikinn, meðan KV sitja í 8. sæti.
Höttur fóru snemma af stað og skoruðu heil 32 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 17 stigum KV manna. Í hálfleik var staðan 57-32 fyrir Hetti. Hattarmenn voru á eldi í fyrsta hálfleik meðan það gekk brösulega hjá KV. Í 3. leikhluta voru KV menn mun skárri en Höttur einfaldlega bara betri aðilinn og stækkuðu þeir forskotið í 81-54. Leikarnir enduðu með 31. stiga sigri Hattar 109-78.
KV mættu aðeins með 5 menn og engan þjálfara þetta mætti segja hafa gefið Hetti smá boost þar sem allir leikmenn KV spiluðu 40 mínútur í leiknum, meðan það var enginn í Hetti sem spilaði mikið meira en 20 mínútur.
í Hetti var Ásmundur Múli Ármannsson bestur með 20 stig, 4. stóðsendingar, 2. fráköst, 1 tapaðann bolta, og 1 stolinn bolta. Ásmundur skaut frábærlega í leiknum og var með skotnýtingu upp á 67%. Í liði KV var Illugi Steingrímsson bestur með 24stig, 1. stóðsendingu, 14 fráköst, tapaði boltanum 3. sinnum, og stal boltanum aldrei.
Úrslit leiksins halda Hetti í baráttu um að komast aftur upp í efstu deild. Fyrir KV þýða úrslitin að þeir töpuðu leik sem þeir hefðu aldrei átt að sigra, sérstaklega með það í huga að þeir sendu aðeins 5 menn austur.
KV á næst leik gegn Skallagrími heima þann 12. desember. Höttur keppir næst á móti Snæfelli á útivelli þann 8. desember.
Umfjöllun, viðtal / Sigurður Atli



